mobile navigation trigger mobile search trigger

Öruggara Austurland: Farsæld barna

18.04.2024 Öruggara Austurland: Farsæld barna

Síðastliði haust tók fjöldi aðila saman höndum um að vinna gegn ofbeldi og öðrum afbrotum undir heitinu Öruggara Austurland. Samstarfsyfirlýsing um svæðisbundið samráð um afbrotavarnir, sú fyrsta sinnar tegundar, var undirrituð þann 4. október sl. Markmið samráðsins eru m.a. að vinna enn markvissara að öryggi íbúa, auka skilning á ofbeldi og skaðsemi þess, efla samstarfsaðila í að takast á við áföll og ofbeldi, vinna í takt við önnur verkefni í almannaþágu, s.s. innleiðingar á farsæld barna, lýðheilsuvísa, áætlanir sveitarfélaga o.fl.

Lesa meira

Fjölsóttur Tæknidagur fjölskyldunnar

16.04.2024 Fjölsóttur Tæknidagur fjölskyldunnar

Tæknidagur fjölskyldunnar var haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði í níunda sinn laugardaginn 13. apríl síðastliðinn. Fjöldi manns lagði leið sína í Norðfjörð til að kynna sér það helsta sem Austurland hefur upp á að bjóða á sviði tækni, vísinda, nýsköpunar, verkmennta og þróunar. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg höfðaði til allra aldurshópa.

Lesa meira

Nótan Uppskeruhátíð tónlistarskólanna

15.04.2024 Nótan Uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Í gær fór Nótan fram í Tónlistarmiðstöð Austurlands með miklum myndarbrag. Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna og í ár var hún haldin í formi svæðistónleika um land allt. Á uppskeruhátíð Austurlands komu fram nemendur tónlistarskólanna á Vopnafirði, Neskaupstað, Fellabæ, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifirði og Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík.

Lesa meira

Ný stefna um Saman gegn sóun í bígerð – opinn fundur á Hótel Valaskjálf 22. apríl

22.04.2024 Ný stefna um Saman gegn sóun í bígerð – opinn fundur á Hótel Valaskjálf 22. apríl 22.04.2024

Umhverfisstofnun hefur verið falið að endurskoða stefnu stjórnvalda um úrgangsforvarnir - Saman gegn sóun. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að fá innsýn í sjónarmið fólks, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana um land allt.

Þann 22. apríl frá kl. 13-15:30 verður Umhverfisstofnun með opinn fund á Hótel Valaskjálf þar sem þátttakendur fá fræðslu um þau tækifæri sem liggja í bættri nýtingu og minni sóun og færi á að koma með tillögur að aðgerðum.

Lesa meira

Nótan á Austurlandi 2024

07.04.2024 Nótan á Austurlandi 2024

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, er í ár haldin í formi svæðistónleika um land allt. Á uppskeruhátíð Austurlands sem fram fer í Tónlistarmiðstöð Austurlands, laugardaginn 13. apríl, koma fram nemendur tónlistarskólanna á Vopnafirði, Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og BreiðdalsvíkFellabæ, Egilsstöðum og Seyðisfirði. Efnisskráin er afar fjölbreytt, frá háklassík upp í rokk og ról og allt þar á milli. Við þetta hátíðlega tilefni koma fram einleikarar, söngvarar, samspilshópar og hljómsveitir af ýmsu tagi. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Viðburðinn má finna á Facebook

Lesa meira

Gatnaframkvæmdir á Breiðdalsvík

16.04.2024 Gatnaframkvæmdir á Breiðdalsvík

Næstu vikur munu gatnaframkvæmdir standa yfir á Ásvegi (neðra Sæberg). Vegfarendur geta því átt von á lokunum af þeim sökum á meðan framkvæmdum stendur. 

Lesa meira