mobile navigation trigger mobile search trigger

Dagur íslenskrar náttúru 2016

Sögur af vættum sem búa í náttúrunni

Dagur íslenskrar náttúru er 16. september ár hver. Sögur af vættum, sem búa í náttúrunni og vaka yfir henni hver með sínum hætti, er þema dagsins í ár. Af þessu góða tilefni gefst grunnskólanemum í Fjarðabyggð kostur á, að safna saman eitthvað af þeim mörgu og skemmtilegu sögnum sem til eru um vættir í náttúru Fjarðabyggðar. Þetta mega vera sögur af tröllum, huldufólki, sjárvarvættum, fossbúum eða nykrum. Í raun skiptir ekki máli hver vætturinn er, svo framarlega sem hann tengist stórbrotinni náttúru Fjarðabyggðar.

Er hárbrúða Holtasóleyjarinnar kannski álfkona í álögum?

16. september til 17. október

Við hefjum leikinn á Degi íslenskrar náttúru, þann 16. september. Nemendur í 7. til 10. bekk grunnskólans gerast sagnaritarar og leita upp sagnabrunna í nærumhverfi sínu. Kann einhver í fjölskyldunni góða sögu af tröllum eða öðrum kynjaverum? Tekið er við sögum í sagnskjóðuna hér að neðan. Eina skilyrðið er að frásögnin sé um vætt eða vætti sem tengjast stórbrotinni náttúru Fjarðbyggðar. Skila má inn fleiri en einni sögu.

Er skugginn í vatninu vættur eða spegilmynd? Finndu skemmtilega sögu um sækýr, marbendla eða aðrar vatnaverur í Fjarðabyggð.

Söfnum sögum af vættum í Fjarðabyggð

Hverjir?
Grunnskólanemar í 7. til 10. bekk í Fjarðabyggð.

Hvað?
Gamlar sögur og minni sem varðveist hafa um vætti í náttúrunni sem tengjast Fjarðabyggð.

Hvenær?
16. september til 17. október.

Hvernig?
Einungis er tekið við sögum í sagnaskjóðunni hér til hliðar. Passaðu að frásögnin sé snyrtilega fram sett. Einnig er góður siður að geta heimilda. Láttu fylgja með hver sagði þér söguna.

Hvers vegna?
Bæði til öðlast aðra sýn á náttúruna og til að varðveita sögurnar.

Verðlaun!
Þrír heppnir sagnaritarar verða dregnir út og fá vættarverðlaun. Allar innsendar sögur verða birtar hér á vefnum.

Sagnaskjóða

Bekkur

Nánari upplýsingar

Umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, 
anna.b.samuelsdottir@fjardabyggd.is
sími 470 9065.