FJARÐABYGGÐARVEITUR
Í Fjarðabyggð eru vatnsveitur í öllum byggðarkjörnum og eru þær reknar sem sjálfstæðar einingar vegna landfræðilegra aðstæðna á hverjum stað. Fráveita er sjálfstæð eining í hverjum kjarna og er rekstur hennar og framkvæmdir kostaðar af bæjarsjóði. Rafveita Reyðarfjarðar selur raforku til heimilisnotkunar í þéttbýli á Reyðarfirði. Virkjun er við Búðará en veitan kaupir einnig raforku af Landsnetinu. Rarik veitir raforku til annarra þéttbýliskjarna í Fjarðabyggð. Hitaveita Fjarðabyggðar er á Eskifirði, en þar hafa verið virkjaðar tvær borholur sem sjá þéttbýli á Eskifirði fyrir rúmlega 80°C heitu vatni. Þá hefur fjarvarmaveita lengi verið rekin í Neskaupstað og á Reyðarfirði. Vatn er í báðum tilvikum hitað í rafskautakatli og er vþí eingöngu veitt til stórnotenda um lokað kerfi. Veitur Fjarðabyggðar heyra undir veitusvið og sviðsstjóra þess, 470 9066, thorsteinn.sigurjonsson@fjardabyggd.is.