mobile navigation trigger mobile search trigger

Menning og félagslíf

Eistnaðflug tónleikar

Menning og fjölbreytt félagslíf á sér sterkar rætur í bæjarkjörnum Fjarðabyggðar. Bæjarhátíðir eru jafn ólíkar og þær eru margar og á tónlistarsviðinu starfa kórar, hljómsveitir og jazz- og blúsfélag. Í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði er einnig Tónlistarmiðstöð Austurlands til húsa og er fjöldi tónlistarviðburða jafnan í Fjarðabyggð árið um kring. Jensenshús, býður skapandi huga og hönd einstaka aðstöðu, í elsta húsi Eskifjarðar, sem hefur nýlega verið uppgert í upprunalegri mynd sem listamannaíbúð. Þá hafa kvenfélög, Rótarý- og Lions-klúbbar löngum haldið uppi merkjum öflugs starfs í góðgerðar- og mannúðarmálum ásamt þeim fjórum Rauðakrossdeildum sem eru í Fjarðabyggð. 

Fransmenn á Íslandi - Haf minninganna

Söfnin í Fjarðabyggð eru sér á báti. Spannar safnakosturinn allt frá almennum bókasöfnum og ljósmyndasöfnum að sannkölluðum safnaperlum, sem geyma sögu sveitarfélagsins hvert með sínu móti. Byggðasöfn byggja mörg hver á sögulegum grunni og hefur við uppbyggingu þeirra verið lögð áhersla á að laða fram andrúm og aðstæður liðins tíma. Bókasöfnin í Fjarðabyggð eru fimm talsins og hafa þá sérstöðu að vera jafnframt þjónustugáttir fyrir stjórnsýslu sveitarfélagsins. Safnastofnun Fjarðabyggðar hefur umsjón með safna- og menningarmálum sveitarfélagsins. Forstöðumaður stofnunarinnar er Pétur Sörensson, petur.sorensson@fjardabyggd.is, 470 9063.