mobile navigation trigger mobile search trigger

Bókasöfn

Bókasöfnin í Fjarðabyggð eru fimm. Þau eru staðsett í grunnskólunum á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði.  Söfnin búa  yfir góðum safnkosti og boðið er upp á fjölbreytta þjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna, fyrirtæki og stofnanir. Helstu þjónustuþættir eru útlán gagna (s.s. á skáldsögum, fræðibókum, hljóðbókum, tímaritum, myndböndum og myndasögum) og upplýsingaþjónusta.  Á söfnunum eru einnig tölvur ætlaðar lánþegum, ýmist til að skoða margmiðlunardiska, sækja upplýsingar á Internetið eða til ritvinnslu. Aðstoð er veitt við heimildaleit og boðið er upp á lesaðstöðu. Bókasöfnin í Fjarðabyggð eru samsteypusöfn og hýsa því bæði almennings- og skólabókasafn viðkomandi þéttbýliskjarna.  Við kaup á skírteini þarf að sýna persónuskilríki. Börn og unglingar yngri en 18 ára þurfa skriflega ábyrgð foreldris eða forráðamanns. Ábyrgðareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu safnanna.

Bókasöfnin eru einnig þjónustugátt fyrir bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar og þau sinna þjónustu við gesti safnanna vegna Íbúagáttar sveitarfélagsins. Á opnunartíma safnanna er hægt að fylla út eyðublöð í Íbúagátt á tölvum safnanna. Bókasöfnin taka einnig á móti erindum og öðrum gögnum frá íbúum og koma þeim til skila á bæjarskrifstofuna á  Reyðarfirði. Jafnframt er aðgangur að tölvu og aðstoð og ráðgjöf um hvernig nálgast má upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins á heimasíðunni. Starfsmenn bókasafnanna veita aðstoð um þjónustu sveitarfélagsins og benda á hvar hægt sé að leita frekari aðstoðar eða upplýsinga.

Opnunartímar bókasafnanna

 Skóli  Mánudagar  Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar
Norðfjörður 14:00 - 19:00 14:00 - 17:00 14:00 - 17:00 14:00 - 17:00 Lokað
Eskifjörður 14:00 - 17:00 14:00 - 17:00 14:00 - 19:00 14:00 - 17:00 Lokað
Reyðarfjörður 14:00 - 17:00 14:00 - 17:00 14:00 - 17:00 14:00 - 19:00 Lokað
Fáskrúðsfjörður 14:00 - 19:00 Lokað 14:00 - 17:00 Lokað 14:00 - 17:00
Stöðvarfjörður Lokað 15:00 - 19:00 Lokað 15:00 - 17:00 Lokað

Bókasafnið á Norðfirði

Bókasafnið í Neskaupstað

Bókasafnið er til húsa í Nesskóla á jarðhæð, Skólavegi 9, 740 Neskaupstað, s. 477 1521, boknes@fjardabyggd.is.  Forstöðumaður er Bjarnveig Kristín Jónasdóttir.

Bókasafnið á Eskifirði

Bókasafnið á Eskifirði

Bókasafnið er til húsa í Grunnskóla Eskifjarðar, Lambeyrarbraut 16, 735 Eskifirði, s. 476 1586, bokesk@fjardabyggd.is. Forstöðumaður er Guðrún M. Ó. Steinunnardóttir. 

Bókasafnið á Reyðarfirði

Bókasafnið á Reyðarfirði

Bókasafnið er til húsa í Grunnskóla Reyðarfjarðar á jarðhæð, Heiðarvegi 14a, 730 Reyðarfirði, s. 474 1366, bokrey@fjardabyggd.is. Forstöðumaður er Guðrún Rúnarsdóttir.

Bókasafnið á Fáskrúðsfirði

Bókasafnið á Fáskrúðsfirði

Bókasafnið er til húsa í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar að Hlíðargötu 56, 750 Fáskrúðsfirði, s. 475 9016, bokfas@fjardabyggd.is. Forstöðumaður er Linda Hugdís Guðmundsdóttir.

Bókasafnið á Stöðvarfirði

Bókasafnið á Stöðvarfirði

Bókasafnið er til húsa í Grunnskólanum á Stöðvarfirði, Skólabraut 20, 755 Stöðvarfirði, s. 475 9017, boksto@fjardabyggd.is. Forstöðumaður er Linda Hugdís Guðmundsdóttir. 

ÁBENDINGAR OG KVARTANIR

Forstöðumaður Safnastofnunar, Pétur Sörensson, 
safnastofnun@fjardabyggd.is, 470 9063.

Umsjón og ábyrgð  

Forstöðumenn viðkomandi safna í samvinnu við Safnastofnun Fjarðabyggðar.

Tengd skjöl