mobile navigation trigger mobile search trigger

FJARÐABYGGÐ Í TÖLUM

Um 4.700 íbúar voru búsettir í Fjarðabyggð í byrjun árs 2017. Sveitarfélagið er um það bil ellefu hundruð ferkílómetrar að flatarmáli og nær frá Dalatanga (Mjóifjörður) í norðri að Kambanesi (Stöðvarfjörður) í suðri. Það er fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi og það 10. í röðinni af 75 sveitarfélögum landsins hvað íbúafjölda snertir.

Fimm bæjarkjarnar eru í Fjarðabyggð - Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður. Hver kjarni býr yfir eigin sögu og sérstöðu. Allir eiga þeir þó sameiginlegt nábýli við náttúru landsins, fjölbreytta möguleika til gefandi útivistar, afþreyingu og fjölskylduvænt umhverfi.

Íbúafjöldi 

 • Norðfjörður 1507
 • Reyðarfjörður 1195
 • Eskifjörður 1034
 • Fáskrúðsfjörður 745
 • Stöðvarfjörður 186
 • Mjóifjörður 24
  (Janúar 2017) 

Vegalengdir frá Reyðarfirði

 • Stöðvarfjörður 44 km.
 • Fáskrúðsfjörður 21 km.
 • Eskifjörður 15 km.
 • Norðfjörður 38 km.
 • Mjóifjörður (Brekka) 57 km.
 • Alþjóðaflugvöllurinn Egilsstöðum 35 km.

Vegalengdir til Fjarðabyggðar

 • Flug frá Reykjavík - ein klukkustund (Flogið til Egilsstaða)
 • Reykjavík - Reyðarfjörður  677 km.
 • Egilsstaðir - Reyðarfjörður 34 km.
 • Akureyri - Reyðarfjöður 295 km.
 • Seyðisfjörður - Reyðarfjörður 59 km.
 • Höfn - Reyðarfjörður 228 km.