mobile navigation trigger mobile search trigger
25.04.2018

18 nemendur frá Eistlandi, Danmörku og Lettlandi í heimsókn í Nesskóla

Það var mikið um að vera í Nesskóla í síðustu viku en þá voru 25 nemendur og kennarar frá Eistlandi, Litháen og Danmörku í heimsókn.

18 nemendur frá Eistlandi, Danmörku og Lettlandi í heimsókn í Nesskóla

Heimsóknin var hluti af  Erasmus+ verkefninu STEM: through 21st century skills (STEM = Science - Technology - Engineering - Math) sem Nesskóli er tekur þátt í. Ásamst Nesskóla eru þrír skólar þátttakendur í verkefninu frá Eistlandi, Litháen og Danmörku. Eins og nafnið gefur til kynna er lögð áhersla á að kynna fyrir nemendum vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði. 

Það var eitt og annað á dagskrá í Nesskóla í síðustu viku. Meðal annars mældu nemendurnir ljósmagn frá skjám snjallasíma og spjaldtalva, unnu myndefni með "green screen" tækni og margt fleira. 

Auk þess kíktu nemendurnir í Oddsskarð, fóru í sund og nutu þess að skoða Íslenska náttúru.

Fleiri myndir:
18 nemendur frá Eistlandi, Danmörku og Lettlandi í heimsókn í Nesskóla