mobile navigation trigger mobile search trigger
07.06.2018

6. bekkir í grunnskólum Fjarðabyggðar í heimsókn til Mjóafjarðar

6. bekkir í Grunnskólum Fjarðabyggðar fóru í heimsókn til Mjóafjarðar á dögunum. Í Mjóafirði fengu nemendur leiðsögn um þorpið á Brekku og komið var við í fjárhúsinu.

6. bekkir í grunnskólum Fjarðabyggðar í heimsókn til Mjóafjarðar
Hópurinn sigldi með eikarbátnum Gerpi til Mjóafjarðar.

Hópurinn sigldi til Mjóafjarðarmeð eikarbátnum Gerpi NK 120. Siglt var út Norðfjörðinn, séð inn í Hellisfjörð og Viðfjörð á leiðinni út að Barðsnesi. Síðan var farið framhjá Norðfjarðarnípunni.

Í Mjóafirði fengu nemendur leiðsögn um þorpið á Brekku. Kíkt var í heimsókn í fjárhúsin á Brekku þar sem  nýfædd lömbin vöktu mikla athygli. Einnig var litið við í fiskverkun Sævars og Ernu þar sem hægt var að skoða sel, hnýsu, hrognkelsi og fleiri fliska.

Það var svo afar þreyttur en ánægður hópur sem sigldi aftur til Neskaupstaðar að loknum afar ánægjulegum og fróðlegum degi í Mjóafirði.

Fleiri myndir:
6. bekkir í grunnskólum Fjarðabyggðar í heimsókn til Mjóafjarðar
Hluti hópsins að leik í Mjóafirði.
6. bekkir í grunnskólum Fjarðabyggðar í heimsókn til Mjóafjarðar
6. bekkir í grunnskólum Fjarðabyggðar í heimsókn til Mjóafjarðar
6. bekkir í grunnskólum Fjarðabyggðar í heimsókn til Mjóafjarðar
6. bekkir í grunnskólum Fjarðabyggðar í heimsókn til Mjóafjarðar