mobile navigation trigger mobile search trigger
09.08.2016

Aðstoðarleikskólastjóri við Dalborg

Staða aðstoðarleikskólastjóra við Dalborg, Eskifirði, er laust til umsóknar. 
Stefnt er að því að aðstoðarleikskólastjóri leysi skólastjóra af í desember nk. vegna fæðingarorlofs.

Dalborg er 4 deilda leikskóli á Eskifirði og eru nemendur rúmlega 70 talsins. Leikskólinn er staðsettur í eins kílómetra fjarlægð frá grunnskóla staðarins, en þar er elsta deild skólans starfrækt, sem og tónlistarskóli og bókasafn. Ríkir góður starfsandi í skólanum og er samstarf mikið og gott á milli menntastofnana sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu í leikskóla
  • Reynsla af stjórnun og viðbótarmenntun er æskileg
  • Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

Leikskólinn nýtir uppeldisaðferðirnar Uppeldi til ábyrgðar og ART og starfar í anda fjölgreindarkenningar Howards Gardners. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð, s.s. bættum árangri í læsi og stærðfræði og Verklegt er vitið. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu skólans; leikskolinn.is/dalborg.

Umsóknir og umsóknarfrestur:
Æskilegt er að starfsmaður geti byrjað sem fyrst. Einnig er æskilegt að aðstoðarskólastjóri geti leyst skólastjóra af í desember 2016 og fram til vors vegna fæðingarorlofs.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags stjórnenda í leikskólum og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Sótt er um starfið hér á vef Fjarðabyggðar. Einnig er tekið við umsóknum á skrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð, í umslagi merktu „Starfsumsókn aðstoðarleikskólastjóri“.

Umsóknarfrestur er til 23. september nk.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Allar frekari upplýsingar veitir Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, leikskólastjóri í síma 476 1341 eða á netfanginu thordismb@skolar.fjardabyggd.is.

Sækja um starf