mobile navigation trigger mobile search trigger
27.06.2016

Aðstoðarleikskólastjóri við Lyngholt

Laus er til umsóknar staða aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði.

Um er að ræða fullt starf. Staðan er laus frá 1. september 2016.

Leikskólinn er fimm deilda leikskóli, nýtir uppeldisaðferðirnar Uppeldi til ábyrgðar og ART og starfar í anda fjölgreindarkenningar Howards Gardners. Jafnframt er leikskólinn „Grænfána skóli.“

Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð svo sem bættum árangri í læsi og stærðfræði. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans; www.leikskolinn.is/lyngholt.

Menntun og hæfniskröfur

  • Umsækjandi skal hafa leyfisbréf til kennslu í leikskóla
  • Reynsla af stjórnun og viðbótarmenntun er æskileg
  • Krafa um færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði í starfi og faglegan metnað

Umsóknir og umsóknarfrestur

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags stjórnenda í leikskólum og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 28. júlí 2016.

Umsóknum skal fylgja greinargott kynningarbréf með yfirliti yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, upplýsingum um frumkvæði á sviði fræðslumála, ábendingum um meðmælendur sem og almennum upplýsingum um viðkomandi.

Allar frekari upplýsingar veitir Þóroddur Helgason, fræðslustjóri, í síma 860 8331 eða á netfanginu thoroddur.helgason@fjardabyggd.is.

Sótt er um starfið rafrænt hér á vef Fjarðabyggðar.

Sækja um starf

Einnig er tekið við umsóknum á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð, merktum Starfsumsókn Lyngholt.

Nánar um starfsumsókn hjá Fjarðabyggð