mobile navigation trigger mobile search trigger
04.04.2017

Aðstoðarskólastjóri í Grunnskólanum á Eskifirði

Staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann á Eskifirði

Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann á Eskifirði skólaárið 2017-2018. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt starf í skólanum. Skólinn er skipaður góðu fagfólki og þar ríkir jákvæðni og góður starfsandi. Við Grunnskólann á Eskifirði stunda um 150 nemendur nám. Skólinn er staðsettur í glæsilegu húsnæði þar sem einnig er til húsa bókasafn, tónlistarskóli og elsta deild leikskólans. 

Menntun og hæfniskröfur:

  • Umsækjandi skal hafa starfsheitið grunnskólakennari 
  • Viðbótarmenntun og stjórnunarreynsla er æskileg
  • Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði

Frekari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans; www.grunnesk.is. Nánari upplýsingar veitir Hilmar Sigurjónsson, skólastjóri, í síma 476 1472 eða á netfangið hilmar@skolar.fjardabyggd.is

Umsóknir og umsóknarfrestur

Staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann á Eskifirði er laus frá 1. ágúst 2017. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Umsóknir berast rafrænt á fjardabyggd@fjardabyggd.is eða í merktu umslagi á skrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði. 

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.