mobile navigation trigger mobile search trigger

Allt-öðruvísi hádegistónleikar

12.08.2015

Með Þorláki Ægi Ágústssyni í Tónlistarmiðstöð Austurlands. Aðgangur kr. 1.500, súpa innifalin. Tónleikarnir hefjast kl. 12:00.

 Allt-öðruvísi hádegistónleikar

Tónleikaröðin Allt-öðruvísi hádegistónleikar fer nú fram annað árið í röð í Tónlistarmiðstöð Austurlands. Þessir skemmtilegu örtónleikarnir hefjast kl. 12:00 alla miðvikudaga til og með 12. ágúst.

Á Allt-öðruvísi tónleikum er lagt upp í ferðalag um ókunnar og spennandi slóðir með bundið fyrir augun.

Tónlist er oftast frumsamin og hafa listamenn leikið á alls kyns hljóðfæri allt frá gítar, saxafóni, flygli og saumavél að síma, fossum, fuglum og kaktusi tengdum gítarhljóðgervli.

Dagskrá sumarsins er spennandi og spannar breiðan hóp listamanna, þ.á.m. sagnaþuluna Berglindi Ósk sem ferðst um heiminn og segir sögur til gítarleikarans góðkunna Friðriks Karlssonar. Kynning á tónlistarmönnum verður birt á facebook.com/blindfoldedmusic um viku fyrir hverja tónleika.

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina veitir skipuleggjandi tónleikana á jonhilmar@hive.is.