mobile navigation trigger mobile search trigger
19.06.2017

Bæjarstjóri býður til samtals

Á næstu dögum mun Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, sækja fyrirtæki í sveitarfélaginu heim og bjóða starfsfólki til samtals. 

Bæjarstjóri býður til samtals

Hann mun hefja leikinn á morgun, þriðjudaginn 20. júní og lýkur hringnum viku síðar, þann 27. júní. Hér fyrir neðan má sjá dagskránna. Nánari staðsetning er auglýst innan hvers fyrirtækis fyrir sig þar sem það á við.

• Sjúkrahúsið í Neskaupstað: Þriðjudagurinn 20. júní kl. 8:00-10:00
• Síldarvinnslan í Neskaupstað: Þriðjudagurinn 20. júní kl. 10:00-12:00
• Eskja, Eskifirði: Miðvikudagurinn 21. júní kl. 9:00-11:00
• Alcoa Fjarðaál, Reyðarfirði: Fimmtudagurinn 22. júní kl. 9:00-11:00
• Loðnuvinnslan, Fáskrúðsfirði: Föstudagurinn 23. júní kl. 12:00-14:00
• Sólbrekka, Mjóafirði: Mánudaginn 26. júní kl. 14:00-16:00
• Sköpunarmiðstöðin, Stöðvarfirði: Þriðjudagurinn 27. júní kl. 9:00-11:00

Þá má alltaf bóka viðtalstíma við bæjarstjóra og embættismenn á bæjarskrifstofu eftir samkomulagi virka daga kl. 08:15 – 16:00 í síma 470 9000.

Einnig má hafa beint samband við bæjarstjóra og embættismenn með tölvupósti á vef sveitarfélagsins, ­fjardabyggd.is.

Verið hjartanlega velkomin!