mobile navigation trigger mobile search trigger
12.06.2018

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar

Sveitarfélagið Fjarðabyggð auglýsir laust til umsóknar starf bæjarstjóra Fjarðabyggðar.

Fjarðabyggð er stærsta sveitarfélagið á Austurlandi með rúmlega 5000 íbúa. Upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á heimasíðu þess, www.fjardabyggd.is

Helstu verkefni bæjarstjóra:

  • Yfirumsjón með rekstri sveitarfélagsins
  • Yfirumsjón með stefnumótun og áætlunargerð
  • Náið samstarf við bæjarstjórn og undirnefndir, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs.
  • Ábyrgð á framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar
  • Samskipti við stofnanir, fyrirtæki, samtök og íbúa.

Hæfniskröfur:

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af stjórnun og rekstri
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og störfum á sveitarstjórnarstigi er kostur en ekki skilyrði
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur en ekki skilyrði

Umsóknum ber að skila til skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð, eigi síðar en 26. júní. Skulu umsóknir vera merktar sem umsókn um starf bæjarstjóra. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf umsækjenda þar sem hann gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstyður hæfi sitt í starfið.

Þá er áskilið að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum.

Upplýsingar um starfið veita Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs, eydis73@simnet.is , og Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, jon@ts.is.