mobile navigation trigger mobile search trigger

Barðsneshlaup 2015

01.08.2015

1. ágúst

Barðsneshlaupið verður haldið laugardaginn 1. ágúst í Norðfirði og nú í fyrsta sinn sem hluti af Álkarlinum.

Barðsneshlaup 2015

Nítjánda Barðsneshlaupið verður haldið í Norðfirði laugardaginn 1. ágúst næstkomandi.

Vegalengdir
27 km og 13 km.

Skráning
Skráning í Barðsnes- og Hellisfjarðarhlaup er á hlaup.is.

Hlaupaleið

Eftir bátsferð frá Neskaupstað yfir Norðfjarðarflóa er hlaupið frá Barðsnesi um firðina þrjá sem ganga inn úr flóanum: Viðfjörð, Hellisfjörð og Norðfjörð. Hlaupið endar í Neskaupstað, um 27 km leið. Leiðin er lengst af fjárgötur og hestagötur, minnir víða á Laugaveginn fyrir þá sem hann þekkja. Einnig er boðið upp á Hellisfjarðahlaupið frá Sveinsstöðum í Hellisfirði, 13 km.

Álkarlinn

Nýjung í ár er að Barðsneshlaupið er hluti af verkefni sem nefnist „Álkarlinn" Þrautirnar sem Álkarlar þreyta eru:

  1. Urriðavatnssund sem fram fer 25. júlí n.k. í Urriðavatni á Fljótsdalshéraði.
    Keppendur í Álkarlinum synda 2,5 km.

  2. Barðsneshlaup sem fram fer 1. ágúst n.k. á Norðfirði.
    Keppendur í Álkarlinum hlaupa 27 km utanvegaleið.

  3. Tour de Ormurinn sem fram fer 15. ágúst n.k. á Fljótsdalshéraði og í Fljótsdalshreppi.
    Keppendur í Álkarlinum hjóla 103 km leið umhverfis Lagarfljót.
    Þeir sem klára þrautirnar þrjár á einu og sama sumrinu hljóta viðurkenningargrip og sæmdarheitið Álkarlinn.

Einnig verður boðið upp á HÁLFkarl en þar synda þátttakendur 1.250 m í Urriðavatnssundi, hlaupa 13 km í Hellisfjarðarhlaupi (sem er hluti af Barðsneshlaupi) og hjóla 68 km í Tour de Orminum. Þeir sem klára þrautina fá viðurkenningargrip og sæmdarheitið HÁLFkarlinn.

Nánari upplýsingar
Frekari upplýsingar um hlaupið á heimasíðu hlaupsins, fésbókarsíðu hlaupsins sem og hjá Rúnari sími 825 7061 og Jóa í síma 866 2230.