mobile navigation trigger mobile search trigger
11.06.2018

Bókun bæjarstjórnar vegna þjónustuskerðingar Landsbankans í Fjarðabyggð

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar þann 8. júní mótmætli bæjarstjórn harðlega þeim áformum Landsbankans hf. að segja upp starfsfólki og stytta enn frekar opnunartíma útibúa sinna í sveitarfélaginu.

Bókun bæjarstjórnar vegna þjónustuskerðingar Landsbankans í Fjarðabyggð

Finnst bæjarstjórn skjóta skökku við að bankinn fari í frekari hagræðingar aðgerðir á landsbyggðinni þar sem Landsbankinn hefur þegar fækkað útibúum, fækkað starfsfólki og skert þjónustu verulega á síðustu árum. Telur bæjarstjórn Fjarðabyggðar einsýnt að Landsbankinn sé ekki lengur banki allra landsmanna heldur einungis höfuðborgarsvæðisins.

Bókun bæjarstjórnar hljómar svo:

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Landsbankans að segja upp starfsfólki og stytta enn frekar opnunartíma útibúa sinna í sveitarfélaginu. Bæjastjórn ætlar ekki að draga í efa að hagræðingar sé þörf í bankakerfinu hér á landi en finnst skjóta skökku við að fara í þessar aðgerðir á landsbyggðinni þar sem Landsbankinn hefur fækkað útibúum sínum, fækkað störfum og skert þjónustu verulega á síðustu árum. Á sama tíma hafa verkefni sem óháð eru staðsetningu ekki verið færð til Fjarðabyggðar.

Með þessum síðustu aðgerðum Landsbankans er þjónusta hans við íbúa Fjarðabyggðar enn minni en hún var og það átelur bæjarstjórn harðlega og telur einsýnt að Landsbankinn er ekki lengur banki allra landsmanna heldur einungis höfuðborgarsvæðisins. Slíkt verður að teljast mikil afturför.