mobile navigation trigger mobile search trigger

Breiðdalsdagurinn - Menningarhátíð á Breiðdalsvík

27.10.2018

Laugardaginn 27. október nk. bjóða Breiðdælingar til sannkallaðrar menningarveislu á Breiðdalsvík. Sett hefur verið saman flott dagskrá þar sem flestir ættu að getað fundið eitthvað við sitt hæfi.

Breiðdalsdagurinn - Menningarhátíð á Breiðdalsvík

Það verður ýmilsegt við að vera á Breiðdalsvík á laugardaginn. Boðið verður uppá Zumba, ratleik, kærleiksstund og magnað tónleika. Markmið hátíðarinnar er að fólk sameinist og njóti saman menningar í skammdeginu.

Dagskrá Menningarhátíðar á Breiðdalsvík laugardaginn 27. október

9:30 - 10:30 Zumba Í íþróttahúsinu. Lilja Björk verður með gleði og fjör.—Allir að mæta!

11:00 - 14:00 Ratleikur
Markmið leiksins ar að leiða þátttakendur vítt og breitt um Breiðdalsvík og um leið að njóta utivistar í okkar fallega umhverfi. Hvetjum alla til að taka þátt.

11: 30 - Kærleiksstund á Hamri
Boðið upp á morgunverð, hvatningu og ljúfa tónlist.

13:30—14:30—Íþróttahúsið á Breiðdalsvík
Leikir, glens og gaman fyrir yngri kynslóðina.

15:00 - 16:-30 - Hátíðarkaffi og „skottmarkaður“ í Grunnskólanum
Ávarp: Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri. Lifandi tónlist, börnin syngja kaffiveitingar. Á skottmarkaðinn getur þú mætt með allt milli himins og jarðar og selt eða skipt.

16:30 - 17:30 Karókí
Karókí fyrir börn og unglinga verður í Grunnskólanum. Partýstemmning! Skráning í keppnina og lagaval verður í
grunnskólanum frá kl. 15:-00 -16:00 á laugardeginum.

17:30—18:30 Írsk stemmning á Brugghúsinu Beljanda

21:00 - Stórtónleikar í Frystihúsinu með Eyjóli Kristjáns, Heru Björk og Ingó Veðurguð

23:00 Stórdansleikur í Frystihúsinu. Eyjólfur Kristjáns, Hera Björk, Ingó Veðurguð ásamt hljómsveit. Forsala miða inn á www.tix.is og miðasala við hurð - miðaverð 2.500 kr.