mobile navigation trigger mobile search trigger
12.04.2018

Christoph Merschbrock ráðinn verkefnastjóri Háskólaseturs Austfjarða

Christoph Merschbrock hefur verið ráðinn verkefnastjóri Háskólaseturs Austfjarða og  mun hann hefja störf 1.ágúst n.k.

Christoph Merschbrock ráðinn verkefnastjóri Háskólaseturs Austfjarða

Christoph lauk Dipl.-Ing. í byggingartæknifræði frá Hochschule Ostwestfalen-Lippe í Þýskalandi og meistaragráðu í byggingaverkfræði frá háskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur hann lokið doktorsgráðu í Information Systems frá University of Agder í Noregi. 

Christoph er lektor hjá Jönköping University en þar áður var hann lektor hjá Oslo and Akershus University College. Christoph hefur starfað sem tæknimaður og verkefnastjóri hjá Ístaki á árunum 2005-2010. Auk þess að hafa reynslu frá háskólaumhverfinu í Noregi og Svíþjóð þá hefur hann  stundað nám á Íslandi og í Þýskalandi. Samhliða starfi sínu sem verkefnastjóri Háskólaseturs Austfjarða mun Christoph sinna rannsóknarstörfum og kennslu við Jönköping háskólann í Svíþjóð.

Að sögn Páls Björgvin Guðmundssonar formanns stýrihóps um Háskólasetur er mikill styrkur af því fyrir verkefnið að frá Christoph til starfa. "Christoph hefur mjög góða menntun sem nýtist einkar vel í starfinu ásamt því að hafa þekkingu og reynslu af Evrópsku háskólaumhverfi. Þá er reynsla og þekking hans af kennslu, fræði- og rannsóknarstörfum mikilvæg verkefninu ásamt þeirri reynslu sem Christoph hefur af verkefnastjórnun. Fyrir hönd stýrihópsins bíð ég Christoph hjartanlega velkominn til starfa við að koma háskólasetri Austfirðinga á fót“.