mobile navigation trigger mobile search trigger
27.04.2016

Deildarstjóri sérkennslu og sérkennari við Nesskóla

Við Nesskóla í Neskaupstað eru lausar stöður deildarstjóra sérkennslu og sérkennara.

Starf deildarstjóra er 50% starf stjórnanda og 50% starf sérkennara, en starf sérkennara er 100%. Störfin eru laus frá og með 1. ágúst nk.

Deildarstjóri sérkennslu annast alla skipulagningu sérkennslu í samráði við skólastjóra og er næsti yfirmaður sérkennara og stuðningsfulltrúa sem starfa við skólann á hverjum tíma.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla skilyrði
  • Viðbótarmenntun í sérkennslufræðum æskileg
  • Reynsla af sérkennslu æskileg
  • Góð hæfni í samskiptum
  • Góðir skipulagshæfileikar
  • Góð þekking á stoðþjónustu

Nesskóli starfar í rúmgóðu og björtu húsnæði og er fjöldi nemenda um 210. Starfsmenn eru rúmlega 40 talsins.

Laun samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ.

Sótt er um störfin rafrænt hér á vef Fjarðabyggðar og skal umsókn fylgja kynningarbréf þar sem gerð er m.a. grein fyrir hæfni viðkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Einar Már Sigurðarson skólastjóri, í síma 477-1124 eða á netfanginu ems@skolar.fjardabyggd.is.

Umsóknarfrestur er til og með 12. maí.

Sækja um