mobile navigation trigger mobile search trigger
19.06.2015

Dýraeftirlitsmaður / yfirflokksstjóri þjónustumiðstöðvar

Starf dýraeftirlitsmanns / yfirflokkstjóri er laust til umsóknar hjá þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar.

Dýraeftirlitsmaður / yfirflokkstjóri sinnir dýraeftirliti á vegum sveitarfélagsins og almennum verkamannastörfum á vegum þjónustumiðstöðva á Eskifirði og Reyðarfirði. Auk þess yfirflokkstjórn vinnuskóla, setur sumarvinnumönnum fyrir verkefni og hefur eftirlit með verkum.

Helstu verkefni:

  • Hunda- katta og meindýraeftirlit
  • Þjónusta og samskipti við gæludýraeigendur
  • Umsjón með hreinsun og fergrun bæjarins, þar með talin opin svæði.
  • Dagleg ábyrgð og umsjón með starfssemi vinnuskóla Fjarðabyggðar á Eskifirði í samvinnu við bæjarverkstjóra.
  • Dagleg ábyrgð og umsjón með slætti, útplöntun og önnur garðyrkjustörf á vegum þjónustumiðstöðvar.
  • Sinnir verkefnum fyrir stofnanir bæjarins samkvæmt fyrirmælum bæjarverkstjóra.

Æskilegt er að viðkomandi:

  • Hafi áhuga og þekkingu á gæludýrum og umhirðu þeirra.
  • Hafi áhuga og reynslu af umhirðu gróðurs.
  • Hafi reynslu af stjórnun.
  • Geti starfað sjálfstætt.
  • Hafi frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum LN við viðkomandi stéttarfélag.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um stöðuna.

Allar frekari upplýsingar veita Ari Sigursteinsson, verkstjóri, í símar 470 9000 eða Guðmundur Elíasson, mannvirkjastjóri, í síma 470 9019.

Umsóknarfrestur er til og með 21. júní 2015.

Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast á netfangið gudmundur.eliasson@fjardabyggd.is eða bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð merktar „Framkvæmdasvið - atvinnuumsókn“.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér á vef sveitarfélagsins, í afgreiðslu bæjarskrifstofu, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði eða þjónustugáttum bókasafna.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 5. júlí 2015.