mobile navigation trigger mobile search trigger
28.06.2017

Eigna- og framkvæmdafulltrúi

Laust er til umsóknar starf eigna- og framkvæmdafulltrúa Fjarðabyggðar.

Eigna- og framkvæmdafulltrúi hefur umsjón og eftirlit með öllum fasteignum Fjarðabyggðar og heldur utan um viðhalds- og nýframkvæmdir sveitarfélagsins í samvinnu við sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs.

Helstu verkefni eru:

  • Yfirumsjón og eftirlit með verklegum framkvæmdum fyrir eignasjóð Fjarðabyggðar.
  • Yfirumsjón og eftirlit með viðhalds- og rekstrarverkefnum fyrir eignasjóð Fjarðabyggðar.
  • Yfirumsjón og eftirlit með viðhaldi leiguhúsnæðis Fjarðabyggðar.

Leitað er að aðila með iðnmenntun og/eða tæknimenntun. Framhaldsmenntun er kostur.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Marinó Stefánsson, sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs, í síma 470 9000 eða á marino.stefansson@fjardabyggd.is.

Sótt er um starfið í Íbúagátt Fjarðabyggðar.

Umsóknarfrestur er til og með 23. júlí nk.

Eigna- og framkvæmdafulltrúi starfslýsing (pdf)