mobile navigation trigger mobile search trigger

Færeyingar heimsækja Fjarðabyggð 6.-10. maí

06.05.2015

Færeyski kútterinn Jóhanna TG326 verður á ferð um Austfirði fyrri hlutann í maí.

Lagt verður að bryggju í öllum bæjarkjörnum Fjarðabyggðar dagana 8.-10. maí. Er heimamönnum boðið bæði um borð í skipið og til samveru um kvöldið, söngs og tónlistarflutnings í kirkjum hvers bæjarkjarna.

Eru allir velkomnir bæði um borð í Jóhönnu TG 326 við komu skipsins og einnig á samkomu sama kvöld.

Stöðvarfjörður, 6. maí, móttaka um borð  í skipinu kl. 13:00, samkoma í safnaðarheimilinu kl. 20:00.

Fáskrúðsfjörður, 7. maí, móttaka um borð í skipinu kl. 13:00, samkoma í Fáskrúðsfjarðarkirku kl. 20:00.

Reyðarfjörður, 8. maí, móttaka um borð í skipinu kl. 13:00, samkoma í Reyðarfjarðarkirkju kl. 20:00.

Eskifjörður, 9. maí, móttaka um borð í skipinu kl. 13:00, samkoma í Reyðarfjarðarkirkju kl. 20:00.

Neskaupstaður, 10. maí, móttaka um boðr í skipinu kl. 13:00, samkoma í Norðfjarðarkirkju kl. 20:00.

Heimsóknin til Fjarðabyggðar er á vegum kristilegra samtaka í Færeyjum og er heimsókn þeirra til Fjarðabyggðar liður í skipulagðri ferð um Austufirði. Áður hafa Grænland, Hjaltland og Orkneyjar verið sótt heim.

Austfjarðaheimsókn Jóhanna TG326 2015-6.pdf