mobile navigation trigger mobile search trigger
27.11.2015

Fjardabyggd.is einn af fimm bestu

Fjardabyggd.is er einn af fimm bestu sveitarfélagavefjum landsins. Vefurinn fékk 87 stig af 100 mögulegum og er í 3. til 5. sæti ásamt Akraneskaupstað og sveitarfélaginu Skagafirði.

Fjardabyggd.is einn af fimm bestu

Akraneskaupstaður hlaut í gær verðlaun sem besti sveitarfélagavefurinn. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár að undangenginni úttektinni "Hvað er spunnið í opinbera vefi ?" Besti vefur ríkisstofnunar var island.is sem rekinn er af Þjóðskrá Íslands.

Samkvæmt niðurstöðum úttektarinnar hlaut Setltjarnarnesbær hæstu stigagjöfina eða 94 stig og í öðru sæti var Kópavogur með 88 stig. Í 3.-5. sæti komu svo Akraneskaupstaður, Fjarðabyggð og Skagafjörður, eins og áður segir, með 87 stig.

Úttektin er gerð annað hvert ár og vinnur eitt sveitarfélag og ein ríkisstofnun til verðlauna dómnefndar fyrir besta vefinn.

Dómnefndin hefur frjálsar hendur við að meta þá þætti sem ráða úrslitum en að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á viðmót og notendaupplifun.

Sjá nánar um úrslitin