mobile navigation trigger mobile search trigger
02.07.2018

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir persónulegum ráðgjöfum til starfa með barni á Fáskrúðsfirði

Persónulegur ráðgjafi er einstaklingur sem fenginn er á vegum barnaverndarnefndar til að veita barni ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja barnið félagslega og tilfinningalega svo sem í sambandi við tómstundir, menntun og vinnu. Samband persónulegs ráðgjafa og barns byggist á gagnkvæmu trausti og vinsemd.

Vinnutími getur verið á bilinu 9-21 og er unnið á virkum dögum og um helgar. Útfærslan er samkomulagsatriði.

Persónulegur ráðgjafi þarf að hafa gaman af því að vinna með börnum, búa yfir framúrskarandi samskiptahæfni, vera ábyrgur, þolinmóður og úrræðagóður.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi sveitarfélagsins og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar gefur Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir félagsmálastjóri, helga.gudlaugsdottir@fjardabyggd.is eða í síma 470-9000.