mobile navigation trigger mobile search trigger
30.03.2017

Forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð auglýsir starf forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar laust til umsóknar 

Með samþykkt nýrrar menningarstefnu Fjarðabyggðar mun aðkoma sveitarfélagsins að stuðningi við hvers kyns menningarstarfsemi stóreflast. Helstu nýmælin í stefnunni er stofnun Menningarstofu og ráðning forstöðumanns hennar en á meðal verkefna viðkomandi verður að hrinda í framkvæmd viðamikilli aðgerðaráætlun sveitarfélagsins. Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga fyrir menningarmálum sem á að hafa yfirsýn og drifkraft til að tengja saman allt það ólíka sem fer fram í fjölkjarna sveitarfélagi með áherslur bæjarfélagsins í þróun þessara mála að leiðarljósi.

Forstöðumaður ber ábyrgð á starfsemi Menningarstofu Fjarðabyggðar, verkefnastjórn og fjármögnun verkefna stofunnar.  Viðkomandi er forstöðumaður Tónlistarmiðstöðvar og annast daglega umsýslu starfsemi hennar.   

Helstu verkefni:

Forstaða Tónlistarmiðstöðvar Austurlands.

Annast verkefnastjórnun í menningarmálum.

Þróunarstarf, samstarf og fagleg ráðgjöf á sviði tónlistar.        

Annast undirbúning menningarviðburða, hátíðarhalda.

Fagleg ráðgjöf í menningarmálum.

Efling samstarfs í menningarlífi Fjarðabyggðar.

Stuðlar að framþróun á sviði menningar og lista.

Annast öflun styrkja og styrktaraðila vegna viðburða.

Gerð menningardagatals fyrir Fjarðabyggð.

 

Hæfniskröfur:

Menntun á sviðum tónlistar, menningar og lista er áskilin.        

Þekking á menningarstarfi og listum.

Reynsla af stjórnun.

Framúrskarandi  samstarfs-,  skipulags- og samskiptahæfileikar.

Frumkvæði og öguð vinnubrögð.

Góð tungumálakunnátta og hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.

 

Starfið gegnir veigamiklu hlutverki sveitarfélagsins í menningarmálum.  Rík áhersla er lögð á teymisvinnu og þverfaglega vinnu.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna.

Allar frekari upplýsingar veitir Gunnar Jónsson, bæjarritari, í síma 470 9062 eða á netfanginu gunnar.jonsson@fjardabyggd.is.

Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl 2017 og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og eigi síðar en 1. júlí n.k.

Umsóknir berist rafrænt á Íbúagátt Fjarðabyggðar eða á skrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð.

Starfslýsing

Menningarstefna Fjarðabyggðar