mobile navigation trigger mobile search trigger
19.07.2017

Framkvæmdir við Skólaveg á Fáskrúðsfirði

Framkvæmdir við endurbætur á Skólavegi á Fáskrúðsfirði eru enn í fullum gangi en reiknað er með að þeim ljúki seinni hluta ágústmánaðar. Aðalástæða þess að verklokum seinkar eilítið er að dráttur varð á afhendingu lagnaefnis, ástand lagna var verra en reiknað var með auk þess sem ekki verður hægt að ljúka malbikun fyrr en í lok ágúst.  

Framkvæmdir við Skólaveg á Fáskrúðsfirði

Það efni sem tekið er úr götunni verður nýtt í umhverfisverkefni. Því er keyrt í brekkuna sem er rétt fyrir neðan hjúkrunarheimilið Uppsali, þar sem það verður sléttað niður og síðan verða þökur lagðar yfir. Ásýnd brekkunnar verður því mun betri en áður.  Framkvæmdaaðilar vilja þakka íbúum þolinmæði síðustu vikna, en áfram gæti orðið vart við vatnsleysi annað kastið vegna framkvæmdanna. 

 

Fleiri myndir:
Framkvæmdir við Skólaveg á Fáskrúðsfirði