mobile navigation trigger mobile search trigger

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

22.07.2015

Allabadderí fransí. Fjölskylduhátíð með frönsku ívafi á Fáskrúðsfirði 22. til 26. júlí.

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

Franskir dagar hafa gert garðinn frægan á Fáskrúðsfirði allt frá árinu 1996. Hátíðin fer jafnan fram helgina fyrir Verslunarmannahelgi og auk þess sem íbúar gera sér glaðan dag er minningu Frakka haldið á lofti.

Þessi franskættaða hátíð hefst miðvikudagskvöldið 22. júlí og stendur óslitið fram til sunnudagsins 26. með fjölda viðburða, tónleika, sýninga og skemmtidagskrá í miðbæ Fáskrúðsfjarðar.

Franski sjómenn voru snar þáttur í bæjarlífinu allt fram undir miðja síðustu öld. Tengslin við Frakkland lifa enn, eins og sjá má stað í endurreisn Franska spítalans á Fáskrúðsfirði og Frökkum á Íslandsmiðum, einni glæsilegustu safnasýningu landsins.

Sjá dagskrá franskra daga