mobile navigation trigger mobile search trigger
06.09.2018

Fundaferð til Reykjavíkur

Á dögunum áttu Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Jón Björn Hákonarsson forseti bæjarstjórnar og Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs, auk Valgeirs Ægis Ingólfssonar atvinnu-og þróunarstjóra Fjarðabyggðar fundi í Reykjavík með nokkrum fyrirtækjum og stofnum.

Fundaferð til Reykjavíkur
Valgier Ægir, Eydís, Jón Björn og Karl Óttar ásamt Sigurði Inga Jóhanssyni, samgönguráðherra

Fundað var m.a. með Samgönguráherra vegna vegamála og hafna einnig var fundað með dómsmálaráðherra vegna húsnæðis lögreglunnar í Fjarðabyggð.

Auk þess var fundað með forstjóra Vegagerðarinnar og fleiri starfsmönnum, Íbúðarlánasjóði og hluta stjórnar Húsasmiðjunnar.