mobile navigation trigger mobile search trigger
01.09.2017

Fundur með stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga

Bæjarráð Fjarðabyggðar og bæjarstjóri funduðu í dag með stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundað var í blíðaskapar veðri í Randulffssjóhúsi á Eskifirði.

Fundur með stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga
Fundað var utandyra í veðublíðunni í dag

Á stuttum fundi var farið vítt yfir sviðið en m.a. voru skipulagsmál haf- og strandsvæða rædd auk þess sem farið var yfir málefni fiskeldis og fleiri mál sem snerta Fjarðabyggð og Samband Íslenskra sveitarfélaga. 

Eins og sjá má á myndunum sem fylgja hérna með skartaði Eskifjörður sínu fegursta þegar fundarmenn mættu á svæðið. Ákveðið var að hafa fundin úti á bryggjunni við Rundulffssjóhús og höfðu fundarmenn á orði að loknum fundi að fundarstaðurinn væri einn sá fegursti sem þeir hefðu komið á.

Fleiri myndir:
Fundur með stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga
Fundarmenn höfðu á orði að fundarstaðurinn væri með þeim fegurri sem þeir hefðu séð