mobile navigation trigger mobile search trigger
12.10.2016

Hunda- og kattahreinsun 2016

Hunda- og kattahreinsun fer fram í þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar sem hér segir:

Laugardaginn 15. október 2016:

Fáskrúðsfjörður -> kettir kl. 10:30 – 11:00
Fáskrúðsfjörður -> hundar kl. 11:00 – 12:00
Stöðvarfjörður -> kettir kl. 12:30 – 13:00
Stöðvarfjörður -> hundar kl. 13:00 – 14:00

Endurtekin hunda- og kattarhreinsun verður sem hér segir:

Laugardaginn 22. október 2016:

Reyðarfjörður -> kettir kl. 10:30 – 11:00
Reyðarfjörður -> hundar kl. 11:00 – 12:00
Eskifjörður -> kettir kl. 12:30 – 13:00
Eskifjörður -> hundar kl. 13:00 – 14:00
Norðfjörður -> kettir kl. 15:00 – 15:30
Norðfjörður -> hundar kl. 15:30 – 16:30

Ormahreinsun fyrir hunda og ketti er innifalin í leyfisgjaldi. 
Einnig verður hægt að fá örmerkingu og bólusetningu á kostnað eigenda.

Þá er umsjónarmönnum skylt að koma með óskráða hunda eða ketti til skráningar og ormahreinsunar.

Mæti eigendur ekki með dýrin sín í hreinsun, ber þeim að fara með þau til dýralæknis og greiða útlagðan kostnað auk þess sem skila þarf inn vottorði til Fjarðabyggðar vegna ormahreinsunar.

Dýraeftirlitsmaðurinn í Fjarðabyggð,
Sími 840 9339.