mobile navigation trigger mobile search trigger
14.03.2017

Kennari við Tónskóla Neskaupstaðar

Tónskóli Neskaupstaðar óskar eftir að ráða til starfa kennara sem getur kennt bæði á Píanó og fiðlu.                                                          

Um er að ræða 100% stöðu sem ráðið verður í frá og með 1. ágúst 2017. 

Umsækjandi þarf að eiga gott með mannleg samskipti, vera samviskusamur, skapandi og skipulagður. Kennt er samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla.

Tónskóli Neskaupstaðar var stofnaður árið 1956 og er rekinn af sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Við skólann starfa 5 kennarar, nemendur eru rúmlega eitt hundrað og er skólinn vel búinn hljóðfærum, bókum og öðrum kennslubúnaði.                                                                            

Tónskólinn er til húsa í nýuppgerðu húsnæði á neðstu hæð í Nesskóla, sem er grunnskólinn á staðnum og er mikil og góð samvinna á milli skólanna.

Umsóknarfrestur um starfið er til 5. apríl 2017 og veitir  Egill Jónsson skólastjóri allar nánari upplýsingar, í síma 477 1367 / 896 6736 og á netfanginu tonnes@fjardabyggd.is

Sótt er um starfið í Íbúagátt Fjarðabyggðar.