mobile navigation trigger mobile search trigger
17.10.2016

Kjörstaðir í Fjarðabyggð vegna Alþingiskosninga 29.október og framlagning kjörskrár

Við Alþingiskosningar, laugardaginn 29. október 2016, verður kosið á eftirtöldum stöðum í Fjarðabyggð:

Kjördeild    Kjörstaður         Opnunartími
Eskifjörður    Kirkju- og menningarmiðstöðin         09:00-22:00
Fáskrúðsfjörður    Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar         09:00-22:00
Mjóifjörður    Sólbrekka         09:00-14:00*
Norðfjörður    Nesskóli         09:00-22:00
Reyðarfjörður    Safnaðarheimilið         09:00-22:00
Stöðvarfjörður    Stöðvarfjarðarskóli         09:00-22:00


* Kjörfundi í Mjóafirði lýkur strax og unnt er skv. 89. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis, en þó ekki fyrr en kl. 14:00 og ekki síðar en kl. 17:00.

Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki.

Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins tíu dögum fyrir kjördag.

Yfirkjörstjórn Fjarðabyggðar,
Gísli M. Auðbergsson, Stefán Pálmason og Eiríkur Ólafsson

Fram að kjördag er unnt að greiða atkvæði utan kjörfundar.