mobile navigation trigger mobile search trigger
08.06.2018

Kvennfélagskonur snúa rassinum upp í loft

Í gær þann 7. júní snéru kvenfélagskonur rassinum upp í loft. En svo hét yfirskrift vinnukvölds kvenfélagsins Nönnu í skrúðgarði Neskaupstaðar. Kvenfélagið stofnaði skrúðgarðinn fyrir rúmum 85 árum síðan og hafa alla tíð síðan verið verndarar garðsins.

Kvennfélagskonur snúa rassinum upp í loft

Sveitarfélaginu var afhentur garðurinn um miðja síðustu öld en þrátt fyrir það hafa konur í kvenfélaginu lagt hönd á plóg þegar taka á til hendinni í garðinum s.s. gróðursetning og alm. hirðing beða.

Í gærkvöldi var haldið vinnukvöld kvenfélagsins og mættu til leiks sex galvaskar og liðugar kvenfélagskonur. Verkefni kvöldsins var útfært og unnið undir tryggri leiðsögn garðyrkjustjóra Fjarðabyggðar, Helgu Bjarkar. Settu þær niður sumarblóm í stórt og mikið sumarblómabeð í garðinum. Einnig voru fluttir til runnar sem aðrir fjölæringar. Að lokinni vinnu var grillað og spjallað saman.

Skrúðgarður Neskaupstaðar er bæði kvenfélagskonum sem íbúum afar kær og allt frá upphafi var honum ætlað að vera yndisreitur fyrir íbúa svæðisins. Það má segja með sanni að garðurinn er að ná að rísa aftur undir nafni sem skrúðgarður, þökk sé þeim stöllum í kvenfélaginu.

Fleiri myndir:
Kvennfélagskonur snúa rassinum upp í loft