mobile navigation trigger mobile search trigger
24.11.2015

Kynningarfundur vegna urðunarstaðar í Þernunesi

Tillaga að deiliskipulagi urðunarstaðar í Þernunesi í Reyðarfirði ásamt umhverfisskýrslu verður kynnt á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, þrðjudaginn 1. desember kl. 17:00 til 19:00.

Kynningarfundur vegna urðunarstaðar í Þernunesi

Til fundarins boðar eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Skipulagstillagan nær til um 31,1 ha svæðis við Þernunes. Þar er gert ráð fyrir urðun almenns úrgangs í Mýrdal og urðun óvirks úrgangs og timburs á Auratúni. Einnig er gert ráð fyrir framtíðar urðunarsvæði innan skipulagsmarka.

Bæjarskrifstofan er til húsa að Hafnargötu 2, Reyðarfirði.