mobile navigation trigger mobile search trigger
15.06.2016

Lausar stöður við Grunnskóla Eskifjarðar næsta skólaár

Eftirtaldar stöður við Grunnskóla Eskifjarðar eru lausar til umsóknar:

Stuðningsfulltrúi 

Starfsfullfall er u.þ.b. 50%. Vinnutími er fyrir hádegi. 

Stuðningsfulltrúi vinnur undir stjórn deildarstjóra sérkennslu og er bekkjarkennara til aðstoðar vegna einstakra nemenda eða nemendahópa í skólastarfinu hverju sinni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Uppeldismenntun og reynsla af vinnu með börnum.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Laun samkvæmt kjarasamningi LNS og viðkomandi stéttarfélaga.

Umsóknafrestur er til 30. júní 2016.


Starf forstöðumanns við heildagsskólann Dvöl

Starfsfhlutfall er u.þ.b. 60%. Vinnutími er frá kl. 11:15 - 16:45. 

Laun samkvæmt kjarasamningi LNS og viðkomandi stéttarfélaga.

Umsóknafrestur er til 30. júní 2016.


Aðstoð á Dvöl

Starfshlutfall er u.þ.b. 35%. Vinnutími er kl. 12:55 – 16:00.

Gert er ráð fyrir að starfið á Dvöl næsta vetur verði skipulagt af forstöðumanni í samráði við deildarstjóra elstu deildar leikskólans Dalborgar sem einnig hefur aðsetur í húsnæði skólans.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Æskilegt er að starfsmenn hafi uppeldismenntun eða reynslu sem nýtist í starfi.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Laun samkvæmt samningi LNS og viðkomandi stéttarfélaga.

Umsóknafrestur er til 30. júní 2016.

Frekari upplýsingar um störfin veita Hilmar Sigurjónsson, skólastjóri, í síma 895 9975, netfang hilmar@skolar.fjardabyggd.is og Jónína Helga Ólafsdóttir, deildarstjóri sérkennslu, í síma 898 8434, netfang helga@skolar.fjardabyggd.is.

Sækja um starf

Nánari upplýsingar um laus störf hjá Fjarðabyggð og starfsumsókn