mobile navigation trigger mobile search trigger
28.04.2016

Leikskólakennarar við Sólvelli, Dalborg, Lyngholt og Kærabæ

Lausar eru til umsóknar stöður leikskólakennara við Sólvelli í Neskaupstað, Dalborg á Eskifirði, Lyngholt á Reyðarfirði og Kærabæ á Fáskrúðsfirði.

Leikskólar í Fjarðabyggð starfa í anda fjölgreindarkenningar Howards Gardners. Áhersla á læsi og stærðfræði hafa verið í starfi leikskólanna í vetur.

Þá vinna allir skólar í Fjarðabyggð eftir uppeldi til ábyrgðar og ART. 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun eða sambærileg uppeldismenntun. Fáist ekki leikskólakennarar verða ráðnir inn leiðbeinendur.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Jákvæðni og sveiganleiki í samskiptum.
  • Metnaðarfullur í starfi, hæfni og áhugi til að vinna í hóp.
  • Góð íslenskukunnátta áskilin.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð og stundvísi.

Umsóknir og umsóknarfrestur

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og FL.

Umsóknarfrestur er til 17. maí nk.

Nánari upplýsingar um störfin veita skólastjórar. 

Sólvellir: Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, í síma 477 1485 eða á netfanginu thordismb@skolar.fjardabyggd.is
Dalborg: Sóley Valdimarsdóttir, í síma 476 1341 eða á netfanginu dalborg@skolar.fjardabyggd.is
Lyngholt: Hanna Málmfríður Harðardóttir, í síma 474 1257 eða á netfanginu hannam@skolar.fjardabyggd.is
Kæribær: Ásta Eggertsdóttir, í síma 475 9055 eða á netfanginu astae@skolar.fjardabyggd.is

Nánari upplýsingar um starf leikskólanna er á heimasíðum þeirra.

Einnig er sótt um störfin á heimasíðum viðkomandi skóla, undir Um leikskólann/starfsumsókn:

http://www.leikskolinn.is/lsolvellir/

http://www.leikskolinn.is/dalborg/

http://www.leikskolinn.is/lyngholt/

http://www.leikskolinn.is/kaeribaer/