mobile navigation trigger mobile search trigger
06.10.2017

Liðveitendur í Fjarðabyggð

Viltu gerast liðveitandi í Fjarðabyggð ?

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar auglýst eftir hressum einstaklingum til að vera liðveitendur fyrir börn/ungmenni og fullorðna í Fjarðabyggð. Vinnutími breytilegur. Liðveitandi aðstoðar við ýmis konar uppbyggilega og skemmtilega tómstundaiðju, útivist, hreyfingu og fl. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í vinnubrögðum og tilbúin í samskipti við fólk.

Umsóknarfrestur er til 20. Október 2017

Viðkomandi þarf að vera orðin 18 ára. Þörfin er mest á Eskifirði.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Svanhvít Aradóttir þroskaþjálfi, svanhvit.aradottir@fjardabyggd.is


Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Fjarðabyggðar og einnig í þjónustugáttum bókasafna.
Laun eru skv. kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélagi.

Umsóknir skulu berast skrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð, í lokuðum umslögum merkt „Fjölskyldusvið starfsumsókn“ sem fyrst.