mobile navigation trigger mobile search trigger
10.04.2017

Matráður í Leikskólann Lyngholt

Matráð í Lyngholt sem fyrst!

Leikskólinn Lyngholt auglýsir eftir matráð. Um er að ræða 100% starf.

Vinnutími er frá klukkan 8:00 til klukkan 16:00

Starfið felur m.a. í sér gerð matseðla og innkaup og að stýra mötuneytinu. Starfsmaður þarf að kunna vel til verka í matseld og hafa sótt nám/námskeið í næringarfræðum eða öðru sem tengist starfinu. Einnig þarf viðkomandi að hafa mikla skipulagshæfileika og að sýna frumkvæði í starfi. Matráður þarf að hafa góða samskiptahæfileika jafnt við börn sem og fullorðna.

Fyrirhugað er að sami matseðill verði í öllum leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar frá og með haustinu.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 10. maí 2017.

Nánari upplýsingar gefur Lísa Lotta Björnsdóttir, leikskólastjóri í síma 4741257 eða á lisalotta@skolar.fjardabyggd.is 

Umsókn og ferilskrá skal senda rafrænt á http://lyngholt.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn