mobile navigation trigger mobile search trigger
30.07.2018

Ókeypis heilsufarsmælingar

Hjartaheill, Samtök sykursjúkra, Samtök lungnasjúklinga og SÍBS í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSU) munu bjóða upp á ókeypis heilsufarsmælingu 12.-17. ágúst nk. á Austurlandi

 Mælingarnar ná til helstu áhættuþáttta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun, mittismál og gripstyrkur. Jafnframt gefst þátttakendum kostur á að svara lýðheilsukönnun, hægt er að nálgast sínar niðurstöður úr mælingum og könnun á "Mínar síður" á Island.is samanborið við heildarniðurstöður síns aldurshóps og kyns. 

Dagskrá heilsufarsmælinga á Austurlandi:

Djúpivogur 12.08 kl. 10-12 (sunnudagur) - Íþróttamiðstöð, Vörðu 4

Breiðdalsvík 12.08 kl. 15-17 (sunnudagur) - Breiðdalssetur Sæberg 1 

Fáskrúðsfjörður 13.08 kl. 09-12 (mánudagur) - Heilsugæslan Hlíðargötu 60 

Stöðvarfjörður 13.08 kl. 15-17 (mánudagur) - Brekkan Stöðvarfirði Fjarðarbraut 44  

Reyðarfjörður 14.08 kl. 09-13 (þriðjudagur) - Heilsugæslan Búðareyri 8 

Eskifjörður 14.08 kl. 16-18 (þriðjudagur) - Valhöll við Strandgötu 

Norðfjörður 15.08 kl. 09-14 (miðvikudagur) - Heilsugæslan Mýrargötu 20 

Egilsstaðir 16.08 kl. 09-15 (fimmtudagur) - Heilsugæslan Lagarási 17-19 

Seyðisfjörður 17.08 kl. 09-12 (föstudagur) - Heilsugæslan Suðurgötu 8