mobile navigation trigger mobile search trigger

Okkar eigin höfundasmiðjur

09.10.2015 - 25.10.2015

Höfundasmiðja Okkar eigin er samstarfsverkefni Lab Loka, Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og leikfélaga á Austurlandi, styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands

Okkar eigin höfundasmiðjur
Úr leikritinu Hvörf með Lab Loka.

Smiðjurnar eru fyrir áhugasama byrjendur og lengra komna!

Leikskáld, smiðjustjóri og aðrir leiðbeinendur í skapandi skrifum vinna með þátttakendum að þróun hugmynda með aðferðum spuna og greiningar, praktískra dæma og ritæfinga. Einnig skoðað hvernig leikverk eru unnin upp úr sögum og samtíma.

Smiðjustjóri og aðalleiðbeinandi allar þrjár helgarnar er Rúnar Guðbrandsson.

Leiðbeinendur eru sviðshöfundarnir Lilja Sigurðardóttir, Tyrfingur Tyrfingsson, Kristín Eiríksdóttir, Þorgeir Tryggvason, Ingibjörg Magnadóttir, Finnbogi Þorkell Jónsson, Soffía Bjarnadóttir, Davíð Þór Jónsson og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir.
Þrjár helgar í þremur bæjarfélögum á Austurlandi:

1. Seyðisfjörður 25.–27. september — Opna hausinn

2. Eskifjörður 9.–11. október — Áfram veginn

3. Fljótsdalshérað 23.–25. október — Alla leið

Fyrsta helgin: „Opna hausinn“: Lilja Sigurðardóttir (Stóru börnin) rífur okkur úr sporunum og af stað!
Dagskrá helgarinnar má finna hér fyrir neðan.

Önnur helgin: „Áfram veginn“: Ingibjörg Magnadóttir (Rökrásin) bendir okkur á uppsprettur innblástursins og Finnbogi Þorkell Jónsson (Þú kemst þinn veg) leiðir okkur áfram veginn.

Þriðja helgin: „Alla leið“: Tyrfingur Tyrfingsson (Bláskjár, Auglýsing ársins), Þorgeir Tryggvason (Ljótur hálviti og leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins) og Kristín Eiríksdóttir (Karma fyrir fugla, Hystory). Einstaklingsmiðuð úrvinnsluhelgi!
Val stendur um að sækja allar þrjár helgarnar t.d. fyrir þróun stærri verka eða stakar helgar eftir atvikum. Skráning fer fram í netfanginu okkareigin@gmail.com.

Verð fyrir allar þrjár helgarnar er 42.500kr. en hver stök helgi kostar 22.000kr.
Námskeiðsgjöld greiðist inn á reikning: 0175–05–070439, kt. 700414–1160.

Mögulegt er að endurgreiðsla stéttafélaga komi á móti námskeiðsgjöldum og eru áhugasamir hvattir til að skoða þann möguleika.

Rúnar Guðbrandsson leiðir hugmyndafræði smiðjunnar en hver helgi er sjálfstætt námskeið með áherslur leiðbeinenda/leikskálds í forgrunni. Umsjónaraðili Okkar eigin er Arnaldur Máni Finnsson og í hann má ná í síma 822–8318. Ekki hika við að hafa samband í gegnum facebook-síðuna www.facebook.com/okkareigin eða senda póst á okkareigin@gmail.com.

Okkar eigin höfundarsmiðjur - dagskrá.pdf