mobile navigation trigger mobile search trigger

Pólar Festival Stöðvarfirði - maður er manns gaman

07.07.2015

Hæfileikasamfélagið í verki á Stöðvarfirði 7. til 12. júlí með litríkri dagskrá, vinnustofum og sannkallaðri hátíðarstemningu.

Pólar Festival Stöðvarfirði - maður er manns gaman

Polar Festival er listahátíð með áherslu á hagnýtir listir og "skill share". Pólarhátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2013 á Stöðvarfirði í samstarfi við þorpshátíðina Maður er manns gaman.

Markmiðið var að kynna Stöðvarfjörð fyrir fólki og fólk fyrir Stöðvarfirði. Stöðvarfjörður er einn af hinum ómótstæðilegu Austfjörðum, sunnan við Fáskrúðsfjörð og norðan við Breiðdalsvík. Þar kúrir þorpið norðanmegin í firðinum og heldur utan um sína.

Megináherslur hátíðarinnar eru sköpunarkraftur og matarmenning. Lögð er mikil áhersla á sjálfbærni og nærumhverfi. Í samstarfi við fjölbreyttan hóp af hæfileikaríku fólki verður boðið upp á litríka dagskrá, vinnustofur og sannkallaða hátíðarstemmningu dagana 7.-12. júlí næstkomandi.

Pólar byggir á hugmyndinni um hæfileikasamfélagið. Peningar leika eins lítið hlutverk og mögulegt er, ekki síst fyrir tilstilli Menningarstjóðs Austurlands sem styrkir hátíðina. Þess í stað er fólk hvatt til að leggja sitt af mörkum með hæfileikum sínum og þátttöku.

Á meðal atriða er umhverfing, skapandi úrvinnsla á matvælum sem ýmist færu til spills eða koma úr nærumhverfi Stöðvarfjarðar. Farið verður í söfnunarferðir á fjöll og sjó og nýjar leiðir í matargerð skoaðar í sjálfbæru samhengig með tilranagleði að leiðarljósi.

Polar Festival fer fram dagana 7. til 12. júlí samhliða Maður er manns gaman, þorpshátíð Stöðvarfjarðar.