mobile navigation trigger mobile search trigger

Skáknámskeið í Fjarðabyggð

30.07.2015

30. - 31. júlí

Skáknámskeið fyrir ungmenni á aldrinum 6 - 15 ára í Neskaupstað. Kennari er Birkir Karl Sigurðsson, skákmeistari.

Skáknámskeið í Fjarðabyggð

Dagana 30. - 31. júlí er fyrirhugað að halda skáknámskeið í Fjarðabyggð fyrir ungmenni á aldrinum 6 – 15 ára, ef lágmarks þátttaka fæst. Námskeiðið verður í Neskauptað og mun standa yfir frá klukkan 11 - 15 báða dagana. Kennari á námskeiðinu er Birkir Karl Sigurðsson.

Birkir Karl er margfaldur Íslandsmeistari í skák og var heimsmeistari ungmenna í skák í liði Salaskóla árið 2007. Hann er með skákkennararéttindi frá Alþjóðlega skáksambandinu FIDE og í vetur kenndi hann skák hjá Breiðablik og var aðstoðarkennari Helga Ólafssonar, landsliðsþjálfara í kennslu í Mosfellsbæ.

Námskeiðið er fyrir alla áhugasama krakka en gott er að kunna mannganginn í skák. Rannsóknir hafa sýnt að skákiðkun bætir námsárangur barna, þjálfar rökhugsun og eykur minni þeirra. Sjá nánar hér.

Lágmarksfjöldi þátttakenda á námskeiðinu er 5 og mun kostnaður ráðast af fjölda þátttakenda, en áætlað er að hann verði um 5.000 kr á einstakling.

Skráning fer fram með því að senda nafn þáttakanda á netfangið birkirkarl@gmail.com fyrir 27. júlí.