mobile navigation trigger mobile search trigger

Skemmtiferðaskip á Eskifirði og Norðfirði

02.08.2018

Mikið mannlíf hefur verið á Eskifirði undanfarið en tvö skemmtiferðaskip hafa komið þar við í vikunni. Þá kemur eitt skemmtiferðaskip til Norðfjarðar í dag.

Skemmtiferðaskip á Eskifirði og Norðfirði
Black Watch liggur við bryggju á Eskifirði í dag.

Í dag, fimmtudag, er skipið Black Watch í höfn á Eskifirði, um 205 metrar á lengd með 745 farþega um borð. Þá kemur einnig skemmtiferðaskip til Norðfjarðar í dag. Það heitir Hebridean Sky og er um 90 metra langt með rúmlega 100 farþega. Í gær kom skipið Marco Polo á Eskifjörð með um 650 farþega. Það skip er aðeins styttra en Black Watch eða um 175 metrar á lengd.

Farþegar skipanna hafa verið afar heppnir með veður og eru almennt ánægðir með heimsókn sína. Margir hrósuðu því hve snyrtilegt væri á Eskifirði og þökkuðu góðar móttökur.

Fleiri myndir:
Skemmtiferðaskip á Eskifirði og Norðfirði
Marco Polo siglir inn Eskifjörð.
Skemmtiferðaskip á Eskifirði og Norðfirði
Marco Polo kveður Eskifjörð.