mobile navigation trigger mobile search trigger
03.03.2018

Skólastjóri Nesskóla

Staða skólastjóra við Nesskóla í Neskaupstað í sveitarfélaginu Fjarðabyggð er laus til umsóknar. Leitað er að kraftmiklum og lausnamiðuðum leiðtoga sem er tilbúinn að leiða þróttmikið skólastarfog taka þátt í eflingu skólasamfélagsins í Fjarðabyggð.

Helstu verkefni:
• Ábyrgð á rekstri skólans og þróunarvinnu
• Fagleg forysta, dagleg stjórnun og samhæfing starfskrafta skólans
• Víðtækt samstarf við stofnanir, heimili og samfélags
Menntun og hæfniskröfur:
• Umsækjandi skal hafa leyfisbréf til kennslu í grunnskóla
• Reynsla af rekstri, stjórnun og þróunarstarfi er æskileg
• Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg
• Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði
Skólastjóri skal hafa metnaðarfulla framtíðarsýn í skólamálum og vera tilbúinn að leiða faglegt og félagslegt starf innan skólans og stuðla að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins í Fjarðabyggð.

Nesskóli er 220 nemenda skóli sem skipaður er góðu fagfólki sem stutt er öflugu foreldrafélagi. Skólinn er staðsettur í nýlegu húsnæði þar sem einnig eru tónlistarskóli og bókasafn bæjarins. Leikskólinn Eyrarvellir er í næsta nágrenni við skólann. Á milli stofnana er mikið samstarf og skólastjóri tekur virkan þátt í að þróa samstarfið.
Nesskóli fylgir eineltisáætlun Olweusar og vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar og ART. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans; www.nesskoli.is

Staðan er laus frá 1. ágúst 2018. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ.

Umsóknarfrestur er til 18. mars: Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, upplýsingar um frumkvæði á sviði fræðslumála, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Skólastjórafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Allar frekari upplýsingar veitir Þóroddur Helgason, fræðslustjóri, í síma 860 8331 eða á netfanginu thoroddur.helgason@fjardabyggd.is

Sótt er um starfið rafrænt á ráðningarvef Fjarðabyggðar