mobile navigation trigger mobile search trigger
15.06.2015

Skólastjóri við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Skólinn er einn af þremur skólum Skólamiðstöðvar Suðurfjarða. Leitað er að kraftmiklum og lausnamiðuðum leiðtoga sem er reiðubúinn að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasamfélagsins í Fjarðabyggð.

Helstu verkefni

  • Ábyrgð á rekstri skólans og þróunarvinnu
  • Fagleg forysta, dagleg stjórnun og samhæfing starfskrafta skólans
  • Víðtækt samstarf við stofnanir, heimili og samfélag

Menntun og hæfniskröfur

  • Umsækjandi skal hafa leyfisbréf til kennslu í grunnskóla
  • Reynsla af rekstri, stjórnun og þróunarstarfi er æskileg
  • Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg
  • Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði

Þá skal skólastjóri skal hafa metnaðarfulla framtíðarsýn í skólamálum og vera tilbúinn að leiða faglegt og félagslegt starf innan skólans, auk þessað  stuðla að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins í Fjarðabyggð, sérílagi í innan Skólamiðstöðvar Suðurfjarða.

Starfslýsing skólastjóra Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.pdf

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar með um 90 nemendur og er staðsettur í sama húsnæði og leikskóli, tónlistarskóli og bókasafn Fáskrúðsfjarðar. Einkunnarorð hans eru „ánægja, ábyrgð og árangur“.

Grunnskólinn myndar ásamt leikskólanum Kærabæ og Stöðvarfjarðarskóli Skólamiðstöð Suðurfjarða og er samstarf þeirra í milli gott. Starfsandi er góður og flott vinnuaðstaða er í boði. Skólinn nýtir uppeldisaðferðirnar Uppeldi til ábyrgðar og ART og tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð, s.s. bættum árangri í læsi og stærðfræði og samstarfsverkefninu „Verklegt er vitið“. Skólinn er enn fremur heilsueflandi skóli og Grænfána skóli. Nánari upplýsingar um skólastarfið er að finna á heimasíðu skólans á fask.is.

Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2015. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí.  

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þóroddur Helgason, fræðslustjóri, í síma 860 8331 eða á netfanginu thoroddur.helgason@fjardabyggd.is.

Umsóknir merktar „Stafsumsókn skólastjóri“ skulu berast bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð eða rafrænt á fyrrgreint netfang. Umsóknareyðublöð eru hér á vef sveitarfélagsins, í afgreiðslu bæjarskrifstofunnar eða þjónustugáttum bókasafna.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, upplýsingar um frumkvæði á sviði fræðslumála, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.