mobile navigation trigger mobile search trigger
30.06.2016

Støð í Stöð

Støð í Stöð í er fjölskylduhátíð sem haldin verður á Stöðvarfirði núna um helgina, 30. júní - 3. júlí. 

Kynntu þér glæsilega dagskrá hátíðarinnar sen hefst fimmtudaginn 30.júlí með ljósmyndasýningu í Sköpunarmiðstöðinni og seinasti af fjölmörgu dagskráliðum hátíðarinnar er pylsuveisla undir ljúfum harmónikkutónum í Nýgræðingi Sunnudaginn 3.júlí.

Støð í Stöð

Hátíðin hefur margt upp á að bjóða og má meðal annars nefna hverfahátíðir, listasýningar, myndasýningu, fullt af lifandi tónlist, böll og skemmtiatriði og leiki fyrir börn svo eitthvað sé nefnt.

Hljómsveitin Buff leikur síðan fyrir dansi á alvöru sveitaballi í íþróttahúsi Stöðfirðinga en húsið opnar 23:00.

Þetta er fjölbreytt fjölskylduhátíð sem haldin er í ár í tilefni 120 ára verslunarafmælis Stöðvarfjarðar og að 110 ár séu liðin frá því Stöðvarhreppur var stofnaður.