mobile navigation trigger mobile search trigger
14.03.2017

Stöðvarfjarðarskóli - Leikskóli

Stöðvarfjarðarskóli auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður, samtals 1,5 stöðugildi, við leikskólann frá og með júní 2017. Önnur þeirra er staða deildarstjóra.

Stöðvarfjarðarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli og hefur starfað sem slíkur frá árinu 2012. Að auki starfa tónlistarskóli og bókasafn með okkur í sama húsi. Í skólanum ríkir góður starfsandi og mikið og gott samstarf er á milli deilda.

Menntun og hæfniskröfur:    

  • Umsækjandi skal hafa leyfisbréf til kennslu í leikskóla
  • Reynsla af stjórnun er æskileg
  • Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

Leikskólinn nýtir uppeldisaðferðirnar Uppeldi til ábyrgðar og ART. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð s.s. „Bættum námsárangri í læsi og stærðfræði“.

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu skólans: www.stodvarfjordur.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til 7. apríl. Nánari upplýsingar veitir Jónas E. Ólafsson, skólastjóri í síma 475-9030/897-1962 og á netfanginu jonas@skolar.fjardabyggd.is

Sótt er um störfin í Íbúagátt Fjarðabyggðar