mobile navigation trigger mobile search trigger
07.04.2017

Sumarstörf - Verkstjórar/flokkstjórar 20 ára og eldri

Verkstjórar / flokkstjórar, 20 ára og eldri, vinna frá 15. maí til lok ágúst mánaðar eða samkvæmt samkomulagi. Vinnutími er 8 klst./dag, laun skv.  launaflokki 126 í kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélaga.

Störf verkstjóra / flokkstjóra á þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar er verkstýring sumarstarfsmanna og starfsmanna vinnuskólans. Störf sumarstarfsmanna og vinnuskólans eru tengd umhverfisverkefnum s.s. garðyrkjustörf, almenn snyrting bæjarins o.fl. 

*Ef til yfirvinnu kemur, 16 ára og eldri, er það valfrjálst og samkvæmt verkefnastöðu og samkomulagi hverju sinni. 

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2017.