mobile navigation trigger mobile search trigger
08.04.2016

Sundlaug Stöðvarfjarðar - sumarstörf

Lausar eru til umsóknar tvær stöður við Sundlaug Stöðvarfjarðar í sumar.

Kona verður ráðin í annað starfið þar sem í starfinu felst m.a. baðvarsla.

Í starfinu felst m.a.:

  • Öryggisvarsla við sundlaug og sundlaugarsvæði
  • Baðvarsla í klefum
  • Afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti
  • Þrif

Hæfniskröfur:

  • Standast hæfnispróf sundstaða.
  • Góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku.
  • Góð samskiptahæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt samningum launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Frekari upplýsingar um starfið gefur Oddur Sigurðarson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Stöðvarfjarðar í síma 897 8921 og á netfanginu itnsto@fjardabyggd.is.

Sótt er rafrænt um starfið hér á vef Fjarðabyggðar. Einnig má skila inn skriflegri umsókn í afgreiðslu bæjarskrifstofunnar, afgreiðslu íþróttahúss Stöðvarfjarðar, þjónustugáttum bókasafna eða á ofangreint netfang og skal umsóknin merkt „Starfsumsókn Sundlaug Stöðvarfjarðar“.

Umsóknarfrestur er framlengdur til 17. maí 2016.

Sótt er um starfið rafrænt hér á vef Fjarðabyggðar.

Sækja um