mobile navigation trigger mobile search trigger

Þjóðhátíð í Fjarðabyggð - Breiðdalur tekur á móti fólki á 17. júní

17.06.2018

Fjarðabyggð heldur 17. júní hátíðlegan í ár í samstarfi við UMF Hrafnkel Freysgoða í Breiðdal. Glæsileg dagskrá verður fyrir fjölskylduna þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Boðið verður upp á ókeypis rútuferðir og eru íbúar hvattir til að nýta sér þær.

Þjóðhátíð í Fjarðabyggð - Breiðdalur tekur á móti fólki á 17. júní

Að sjálfsögðu verður skrúðganga, ávarp fjallkonunnar og ræðuhöld á sínum stað. Auk þess verður hægt að fá andlitsmálningu, sitja hest, hoppukastalar og leiktæki verða á staðnum og margt fleira. Um kvöldið verður síðan grillað og tónlistarhátíðinn Rock the Boat fer fram á Breiðdalsvík.

Dagskráin í heild sinni verður sem hér segir:

09:00 – 12:00      Frítt í sund

09:30 – 11:00     Morgunganga um Breiðdalsvík

13:00                     Skrúðganga – Hestar leiða skrúðgöngu, andlitsmálning og fánar. Gengið frá Ásvegi við Hrauntún og niður að hátíðarsvæði við Lækjarkot.

14:00 – 17:00      Dagskrá á hátíðarsvæðinu við Lækjarkot

  • Ávarp fjallkonunnar.
  • Ávarp Páls Björgvins Guðmundssonar.
  • 17. júní hlaup.
  • Hoppukastalar, leikir og leiktæki.
  • Vatnsrennibraut í brekkunni við leikskólann Ástún.
  • Hjólaþrautabraut.
  • Frisbígolfvöllur – Keppt verður í frisbígolfmóti ef næg þátttaka fæst. Hægt að koma með sína eigin diska eða fá lánaða á staðnum.
  • Hestar teymdir undir börnin.
  • Sælgæti, blöðrur og candy floss til sölu.
  • Seldar verða veitingar á meðan dagskrá stendur.

18:00                     Grill – sameiginlegt grill, kjöt, pylsur, meðlæti og drykkir.

19:00                     Rock the boat – Útitónleikar við gamla bátinn á Breiðdalsvík. Í ár munu þrjár hljómsveitir stíga á stokk: DDT Skordýraeitur og Aromat frá Neskaupstað og sjálfur Prins Póló. Von er á miklu stuði! Ókeypis aðgangur er á tónleikana og allir hjartanlega velkomnir. Ef veðrið klikkar verða tónleikarnir færðir yfir í stóra frystihússalinn við Hótel Bláfell.

Nánari dagskrá og upplýsingar um rútuferðir má fá með því að smella hér.

Fjarðabyggð 17. júní  - dagskrá.